Styrkja skákfélagið vegna Íslandsmóts

Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt að styrkja Skákfélags Selfoss og nágrennis um 250 þúsund krónur vegna seinni hluta Íslandsmóts skákfélaga sem haldið verður á Selfossi í byrjun mars.

Mótið fer fram dagana 2. og 3. mars en teflt verður í húsnæði Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Auk fjárstyrksins samþykkti bæjarráð að leggja til skólahúsnæði eða íþróttasal til mótshaldsins.