Stútur ók of hratt

Lögreglan á Selfossi stöðvaði karlmann á tvítugsaldri fyrir of hraðan akstur á Suðurlandsvegi við Kögunarhól um kl. 8 í morgun.

Maðurinn ók á 118 km hraða þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst.

Þegar betur var að gáð kom í ljós að maðurinn reyndist einnig ölvaður. Hann var sviptur ökuleyfi í framhaldinu.

Fyrri greinStækkun Búrfellsvirkjunar hagkvæmur kostur
Næsta greinNíu sumarstarfsmenn vegna eldgossins