Stutt í hrauntunguna

Vísindamenn telja líklegt að hrauntungan nái að teygja sig undan Gígjökli á næsta sólarhring. Rauður bjarmi sást yfir jöklinum þegar skyggja tók í kvöld.

Mikið hefur gengið á í Lóninu í kvöld þar sem sjóðandi heitt bræðsluvatn kom undan jöklinum niður í Markarfljót. Lónið er nú fullt af aur og gosefnum og má búast við miklum gufusprenginum þegar hraunið skríður þangað fram.