Stungið á hjólbarða í Álalæk

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Á nýársdag var lögreglunni á Suðurlandi tilkynnt um að stungið hafi verið á alla hjólbarða bifreiðar við íbúðarhús við Álalæk á Selfossi.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að um töluvert tjón sé að ræða og er þess óskað að þeir sem telja sig geta veitt upplýsingar um málið beðnir um að hafa samband við lögreglu.