Stúlkurnar eru fundnar

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Stúlkurnar sem lögreglan á Suðurlandi lýsti eftir seint í gærkvöldi eru komnar fram. Lögregla þakkar veittar upplýsingar og ábendingar.

Lögreglan greindi frá því á Facebooksíðu sinni klukkan 5 í nótt að stúlkurnar væru fundnar.

Þær eru allar á sextánda aldursári og höfðu farið frá heimilum sínum á Selfossi á föstudagskvöld.

Fyrri greinLögreglan lýsir eftir þremur stúlkum
Næsta greinSilfur og brons til sunnlensku keppendanna