Stúlkan komin af slysadeild

Ell­efu ára stúlka sem slasaðist al­var­lega þegar hún var að renna sér á snjóþotu í Ytri-Skógum und­ir Eyja­fjöll­um í gær hef­ur verið flutt af slysa­deild Land­spít­al­ans í Foss­vogi yfir á legu­deild.

Stúlk­an hlaut meðal ann­ars höfuðáverka og hand­leggs­brotnaði þegar hún skall á hús­vegg á tölu­verðri ferð. Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar var kölluð út og flutti stúlk­una á Land­spít­al­ann.

mbl.is greinir frá þessu

TENGDAR FRÉTTIR:
Slasaðist alvarlega á snjóþotu

Fyrri greinKvödd eftir 28 ára starf
Næsta greinKiriyama Family á þriðja vinsælasta lag ársins