Stúlka féll á eldhúshníf

Tíu ára stúlka var flutt á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi eftir slys í heimahúsi í Kiðjabergi í Grímsnesi. Stúlkan féll afturfyrir sig af eldhúsborði niður á opna uppþvottavél og stakkst eldhúshnífur í vinstra herðablað hennar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi missti stúlkan mikið blóð og annað lungað féll saman. Henni var ekið til móts við sjúkrabíl sem kom frá Selfossi og flutt á Landspítalann. Líðan stúlkunnar er eftir atvikum en hún er ekki talin í lífshættu.

Fyrri greinÞóra sterkust íslenskra kvenna
Næsta greinEinar Öder sæmdur gullmerki FT