Stúlka brotnaði á báðum höndum

Níu slys voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku og hlutust beinbrot í þremur þeirra.

Þann 1. júní síðastliðinn féll stúlka fædd 2012 á leikvelli á Selfossi og brotnaði á báðum höndum við það.

Síðastliðinn þriðjudag féll maður af þaki byggingar í Hveragerði og brotnaði á fæti. Ökumaður mótorhjóls er svo talinn viðbeinsbrotinn eftir að hann féll á hjóli sínu við akstur við Skarfanes í Landsveit á mánudag.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.