Stukku frá leigubílaskuld

Leigubílstjóri kærði tvo menn til lögreglu sem um helgina óskuðu eftir akstri frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur.

Á leiðarenda stukku þeir frá leigubifreiðinni án þess að greiða fyrir aksturinn.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Selfossi. Þar er einnig greint frá húsleit sem gerð var hjá ungum manni á Selfossi í vikunni vegna gruns um að hann hefði í vörslu sinni fíkniefni. Smárræði af kannabis fannst hjá honum.