Struku frá Lækjarbakka

Fjórir 15-18 ára gamlir unglingar struku af meðferðar- og skólaheimilinu Lækjarbakka á Rangárvöllum í nótt.

Lögregla hóf strax leit að unglingunum auk þess sem Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli voru kallaðar út til leitar laust fyrir klukkan fjögur í nótt.

Unglingarnir fundust heilir á húfi um það bil klukkutíma síðar á veginum við Gunnarsholt.