Strokufanginn enn á flótta

Lögreglan á Selfossi lýsir enn eftir Matthíasi Mána Erlingssyni, 24 ára gömlum, refsifanga sem strauk úr afplánun á Litla-Hrauni í gær.

Matthías er 171 sm á hæð um 70 kg og grannvaxinn. Hann var íklæddur grárri hettupeysu, með svarta prjónahúfu á höfði og í dökkum buxum.

Vísbendingar eru um að hann hafi fengið far á Selfoss um kl. 13:30 í gær. Lögreglan hefur hinsvegar ekki fengið það staðfest og því óskar hún eftir öllum upplýsingum sem tengst geta stroki hans. Sími lögreglu er 480 1010

Matthías var að afplána refsingu fyrir gróft ofbeldisbrot, en hann reyndi að myrða fyrrverandi stjúpmóður sína, sem einnig var ástkona hans. Fram hefur komið í fjölmiðlum að konunni hafi verið komið í öruggt skjól en lögreglan telur Matthías hættulegan.

Fyrri greinSelfoss samþykkir tilboð Start í Babacar
Næsta greinJólatónleikar Barnakórs Hvolsskóla