Straumlaust víða í Árnessýslu

Straumlaust verður í nótt, miðvikudaginn 8. júlí, í Hveragerði, Þorlákshöfn, Ölfusi, Þingvöllum og Grafningi.

Í tilkynningu frá Rarik kemur fram að straumlaust verði í Hveragerði, Þorlákshöfn og Ölfusi frá kl. 01:00 til 05:00.

Á Þingvöllum og í Grafningi verður straumlaust á milli klukkan 01:00 og 02:00.

Fyrri greinFriðarhlaupið á ferð um Suðurland
Næsta greinSelfoss fékk heimaleik í undanúrslitunum