Straumlaust í Hrunamannahreppi og Bláskógabyggð í nótt

Straumlaust verður á nokkrum svæðum í Hrunamannahreppi og Bláskógabyggð afaranótt föstudagsins 22. janúar vegna vinnu í aðveitustöð á Flúðum.

Straumlaust verður frá kl. 01:00 og fram til kl. 07:00 á Flúðum þéttbýli og Hrunamannahreppi. Undanskilin er línan frá Ásatúni að Háholti.

Á sama tíma verður straumlaust í Reykholti þéttbýli, Biskupstungum ofan Reykholts og í Laugardal ofan Böðmóðsstaða.

Fyrri greinHvergerðingar og Rangæingar með flest stig
Næsta greinVilja reisa vindmyllur í Landeyjum