Strandblakmót á Selfossi um helgina

Skráning fyrir Hleðslumótið, strandblakmót sem haldið verður á Selfossi á sunnudaginn, er í fullum gangi.

Mótið, sem er haldið í miðbæjargarðinum, hefst kl. 13.30 og stendur yfir til kl. 16.

Hægt er að skrá lið til keppni á strandblak.is og í síma 848 0956. Fimm leikmenn eru í hverju liði, fjórir inni á vellinum og einn varamaður.

Verðlaun verða veitt í lok keppni og eru þau frá Tjaldsvæðinu á Flúðum, Kaffi krús og Hleðslu. Auk þess fær sigurliðið bikar til eignar.

Fyrri greinFasteignamat á Suðurlandi hækkar um 5,9%
Næsta greinEggert segir Sýslumannstúnið ekki nógu stórt fyrir kirkju