Strætó rann útaf á Heiðinni

Strætisvagn á leið til Reykjavíkur rann útaf veginum efst á Hellisheiði í hvassviðrinu um miðjan dag í dag. 

Samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Strætó, voru tveir farþegar í vagninum og sluppu þeir, sem og ökumaðurinn ómeiddir.

Annar vagn var kallaður út til að koma farþegunum á áfangastað og búið er að fjarlægja strætisvagninn af vettvangi.

Hálka er á Hellisheiði og gengur á með dimmum hríðaréljum.

Fyrri greinBjóða Markaðsstofunni frítt húsnæði í Ölfusi
Næsta greinAri Trausti hættir á þingi