Strætóferðum fjölgað í Árborg

Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum í morgun að fjölga strætóferðum innan Árborgar og hefur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins verið falið að vinna tillögu að nýrri áætlun.

Samráð verður haft við hverfisráð Eyrarbakka, Stokkseyrar og Sandvíkur vegna breytinganna.

Bæjarráð samþykkti viðauka við fjárhagsáætlun að fjárhæð allt að þriggja milljóna króna vegna breytinganna.

Fyrri greinSéra Sveinn í Dómkirkjuna
Næsta greinÞurfum við að taka inn vítamín?