Strætó útaf í hálku

Strætisvagn nr. 72, á leið inn á Flúðir, fór út af veginum rétt upp úr 7:30 í morgun. Engir farþegar voru í vagninum og bílstjórann sakaði ekki.

Vagninn er óskemmdur og annar vagn var þegar sendur af stað til að sinna leiðinni. Mikil hálka er á svæðinu og vindhviða varð til þess að vagninn fór út af veginum, samkvæmt upplýsingum frá Strætó.

mbl.is greinir frá þessu

Fyrri greinSindri skrifaði undir hjá Esbjerg
Næsta greinHeilsuvika á Suðurland FM