Stórtjón í Flúðaskóla eftir að varmaskiptir gaf sig

Óskar Rafn Emilsson starfsmaður sveitarfélagsins ásamt fulltrúum tryggingafélagsins Varðar skoða aðstæður í smíðastofunni. Ljósmynd/Hrunamannahreppur

Smíðastofan í Flúðaskóla stórskemmdist þegar varmaskiptir gaf sig síðastliðinn þriðjudag, með þeim afleiðunum að stofan fylltist af gufu og raka.

Frá þessu er greint á Facebooksíðu Hrunamannahrepps en allar loftaplötur í stofunni eru ónýtar, ásamt milliveggjum og veggjaklæðningar auk auk dyraumbúnaðar og gólfs í hluta hússins.

Viðgerð á húsinu er að hefjast en hún mun taka nokkurn tíma. Á meðan munu nemendur fá óhefðbundna kennslu í skapandi greinum í stað hefðbundinnar smíðakennslu.

Fyrri greinKomnir á staðinn fimm mínútum eftir útkall
Næsta greinSkálholtsdómkirkju lokað vegna framkvæmda