Stórtíðindi úr Hveragerði: D-listinn kolfallinn

Frambjóðendur Okkar Hveragerði með Söndru Sigurðardóttur fremsta í flokki. Ljósmynd/Aðsend

Stórtíðindi urðu í sveitarstjórnarmálunum í Hveragerði því hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins er kolfallinn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með hreinan meirihluta í Hveragerði undanfarin sextán ár.

Talningu er lokið í Hveragerði og þar sigraði O-listi Okkar Hveragerði með 691 atkvæði 39,6% og fær þrjá menn kjörna, D-listi Sjálfstæðisflokksins fékk 572 atkvæði 32,8% og tvo menn kjörna og B-listi Framsóknarflokksins fékk 490 atkvæði og 27,5%.

Fram kom í kosningasjónvarpi RÚV að D-listinn hafi tapað nærri 20 prósentum síðan í kosningunum 2018, B-listinn bætir við sig rúmlega 13 prósentum og O-listinn rúmlega 6 prósentum. Kjörsókn í Hveragerðibæ var 78%.

(O) Sandra Sigurðardóttir
(O) Njörður Sigurðsson
(O) Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
(D) Friðrik Sigurbjörnsson
(D) Alda Pálsdóttir
(B) Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
(B) Halldór Benjamín Hreinsson

Fyrri greinD-listinn hélt sínu í Ölfusinu
Næsta greinSamvinnulistinn með hreinan meirihluta