Stórskemmdist í árekstri við ljósastaur

Fólksbifreið var ekið á ljósastaur við Litlu kaffistofuna aðfaranótt laugardags. Farþegi hlaut minni háttar meiðsl en að öðru leyti urðu ekki slys á fólki.

Bifreiðin skemmdist mjög mikið og ljósastaurinn féll niður.

Snjókoma og slæmt skyggni leiddu til þess að ökumaður missti stjórn á bifreiðinni með þessum afleiðingum.