Stórsigur T-listans í Bláskógabyggð

T-listinn vann stórsigur í Bláskógabyggð og bætir við sig manni, fær fimm af sjö fulltrúum í sveitarstjórn.

T-listinn fékk 437 atkvæði eða 69,8% og fimm fulltrúa en Þ-listinn fékk 150 atkvæði eða 30,1% og tvo fulltrúa. Kjörsókn var 77,69 prósent eða um 5% minni en árið 2010.

Sveitarstjórnarmenn í Bláskógabyggð:
Helgi Kjartansson, T-lista
Valgerður Sævarsdóttir, T-lista
Kobeinn Sveinbjörnsson, T-lista
Guðrún S. Magnúsdóttir, T-lista
Bryndís Á. Böðvarsdóttir, T-lista
Óttar Bragi Þráinsson Þ-lista
Eyrún Margrét Stefánsdóttir Þ-lista