Stórsigur D-listans í Hveragerði

Sjálfstæðismenn í Hveragerði unnu stórsigur í kosningunum í dag og fá fimm menn kjörna.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 804 atkvæði eða 60,2%. A-listinn fékk 445 atkvæði, eða 33,3%. Auðir seðlar voru 77 og 10 ógildir.

Kjörsókn var 80% en 1336 greiddu atkvæði í Hveragerðisbæ.

Röð bæjarfulltrúa er því þessi:

1. Eyþór H. Ólafsson (D)
2. Róbert Hlöðversson (A)
3. Unnur Þormóðsdóttir (D)
4. Guðmundur Þór Guðjónsson (D)
5. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir (A)
6. Aldís Hafsteinsdóttir (D)
7. Ninna Sif Svavarsdóttir (D)