Stórri kerru stolið á Selfossi

Stórri kerru var stolið frá athafnasvæði GSG þaklagna við Gagnheiði á Selfossi á dögunum, líklega aðfaranótt miðvikudagsins 24.apríl sl.

Um er að ræða 3ja metra langa IFOR WILLIAMS 2 hásinga kerru. Er hún galvaninseruð og merkt “GSG þaklagnir” að aftan. Skráningarnúmer kerrunnar er AM-713. Á kerruna vantaði nefhjólið og aftan á kerrunni, við hlerann er sérsmíðaður vinkill.
Er það ósk lögreglunnar á Selfossi að hver sá sem hefur upplýsingar um afdrif kerrunnar hafi samband við lögregluna á Selfossi í síma 480-1010
Fyrri greinKaffiboðið sló í gegn
Næsta greinÖruggt hjá Selfyssingum – KFR úr leik