Stormur í allan dag

Greiðfært er á vegum á Suðurlandi en óveður er undir Eyjafjöllum. Stormur er allra syðst á landinu og undir Eyjafjöllum og í Mýrdal verður vaxandi vindur fram eftir degi.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að gera megi ráð fyrir vindhviðum allt að 35-40 m/s undir Eyjafjöllum og í Mýrdalnum. Stendur meira og minna í allan dag, en lægir heldur seint í kvöld og nótt.

Fyrri greinSkólapiltar vilja plastpokalaust Suðurland
Næsta greinÓkeypis ljósleiðaratenging að öllum lögheimilum