Stormur á Suðurlandi

Í viðvörun frá Veðurstofunni segir að stormur, með meðalvind yfir 20 m/s, verði syðst á landinu í dag. Í kvöld dregur úr vindi.

Víðáttumikið lægðakerfi er enn suður af landinu og þar eru nú tvær lægðamiðjur, önnur um 1.200 km suður af landinu, sú er á austurleið en önnur miðja er yfir Bretlandi og færist til norðurs og bakkar svo til norðvesturs upp að austurströndinni.

Í dag verður norðaustan 18-23 m/sek syðst fyrir hádegi og fram undir kvöld. Dálítil snjókoma, en rigning eða slydda við ströndina um tíma. Dregur úr vindi í kvöld, norðaustan 8-13 á morgun og bjartviðri. Hiti um frostmark.

Hálka eða hálkublettir eru víða á Suðurlandi.

Fyrri greinJólahátíð Sleipnis í dag
Næsta greinEndaði á hjólunum úti í skurði