Stórgrýti féll úr Steinafjalli

Ljósmynd/Katla jarðvangur

Berghrun átti sér stað nú nýlega úr Steinafjalli og hafa vegfarendur hugsanlega rekið auga í nýtilkomið stórgrýti við þjóðveginn.

Greint er frá þessu á Facebooksíðu Kötlu jarðvangs.

Hrunið átti sér stað líklega á milli síðastliðins föstudags og mánudags. Stórgrýtið er úr basalti og liggur rétt við þjóðveginn u.þ.b. mitt á milli Steinahellis og Steina. 

Ekki er sjáanlegt brotsár í hömrunum fyrir ofan né að fleiri stórir steinar hafi fylgt þessum eftir. Fylgja má fari í jarðveginum, þar sem bergið rúllaði yfir, töluverða leið upp að hömrunum fyrir ofan en blessunarlega stöðvaðist hann áður en hann fór yfir þjóðveginn. 

Þónokkur berghrun hafa orðið á þessum slóðum á síðastliðnum árum en Vegagerðin veit af hruninu og verður steinninn fjarlægður á næstu dögum.

 

Fyrri greinKrapastífla í Skógá – Skógafoss vatnslítill
Næsta greinGul viðvörun: Eldingar og brim í dag