Helgina 7. til 9. september síðastliðinn voru unnar meiriháttar skemmdir á Chevrolet Chevy Van bifreið sem stóð heima við bæ í Björk í Sandvíkurhreppi.
Rúður voru brotnar, sem og hliðarspegill, hurðar spenntar upp, sæti og gardínur skornar ásamt fleiru. Hugsanlega hefur einhverju verið komið fyrir í eldsneytistanki.
Tjónið er talsvert og engar vísbendingar um af hvaða hvötum skemmdarverkið var unnið. Fleiri ökutæki voru á svæðinu sem ekkert var átt við.
Þeir sem kunna að veita einhverjar upplýsingar hverjir þarna hafa verið að verki eru eindregið beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.