Stórbruna forðað í Flóahreppi

Litlu mátti muna að stórbruni yrði þegar eldur kviknaði í bifreið við verkstæði á Hlíðarbrún í Flóahreppi um klukkan 14 í dag.

Eldur kviknaði þar í bifreið er stóð nærri verkstæðishúsi og mátti litlu muna að eldurinn hlypi í húsið.

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá slökkvistöðinni á Selfossi brugðust við kallinu og slökktu eldinn.

Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Árnessýslu er bifreiðin gjörónýt en húsið er að mestu óskemmt.

Fyrri greinHátíðarstund í Hallskoti
Næsta greinÞórsarar á sigurbraut í Lengjubikarnum