Stóra frystikistumálið upplýst

Frystikista og lögreglubíll. Athugið að um samsetta mynd er að ræða.

Það vakti mikla athygli í síðustu viku þegar lögreglan á Suðurlandi lýsti eftir frystikistu sem dottið hafði af bílpalli á Skeiðavegi síðdegis á fimmtudag.

Þar sem eigandinn var einn á ferð sótti hann mann sér til aðstoðar en þegar hann kom aftur á vettvang greip hann í tómt því búið var að fjarlægja frystikistuna.

Lögreglan lýsti eftir kistunni og fljótlega hafði fundvís vegfarandi samband og kistan komst aftur í réttar hendur. Finnandinn var samviskusamur borgari sem tók kerruna á pallinn hjá sér og kom henni í húsaskjól. Ekkert er bókað í dagbók lögreglunnar um ástand kistunnar eftir þetta ferðalag.

Fyrri greinKannabisræktun fannst eftir umferðareftirlit
Næsta grein„Glöð og þakklát fyrir þennan viðurkenningarvott“