Stór trukkur í vandræðum í Krossá

Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli og Flugbjörgunarsveitin á Hellu voru kallaðar út fyrr í kvöld þegar ferðafólk á stórum bíl lenti í vandræðum í Krossá.

Bíllinn festist í ánni og vatn var farið að flæða inn í hann en ökumaður og farþegar náðust á þurrt áður en björgunarsveitir komu á staðinn.

Björgunarsveitarfólk vann síðan að því að ná bílnum upp úr ánni.

Fyrri greinRagnar Þór lánaður á Selfoss
Næsta grein„Ég er ekki vítaspyrnusérfræðingur“