Stór skriða féll í Reynisfjöru

Skriðan stóra sem féll úr Reynisfjalli í síðustu viku. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Stór skriða féll niður í Reynisfjöru í nótt. Þetta kom í ljós þegar lögreglan kannaði svæðið snemma í morgun.

Fjörunni var lokað í gær eftir grjóthrun síðustu tvo daga. Lögreglan greindi frá því að ferðamenn hefðu virt lokunina að vettugi, jafnvel þó að lögreglan væri á staðnum.

Stóra skriðan féll í austasta hluta Reynisfjöru en þegar lögregla kannaði svæðið snemma í morgun kom í ljós að mjög stór hluti úr fjallinu hafði þá nýlega fallið í fjöruna og í sjó fram líkt og meðfylgjandi ljósmynd sýnir.

Er sjórinn brúnlitaður á því svæði þar sem skriðan féll. Lögreglan mun kanna málið nánar í dag ásamt sérfræðingum.

Fyrri greinSelfoss stakk af í seinni hálfleik
Næsta greinMerkel heimsótti Hellisheiðarvirkjun