Stór skjálfti á Reykjanesi fannst vel á Suðurlandi

Mynd/map.is - Loftmynd ehf.

Stór jarðskjálfti varð við Húsafjall, þrjá kílómetra austan við Grindavík klukkan 17:47 í dag. Þetta er stærsti skjálftinn í yfirstandandi hrinu á Reykjanesi og eftir yfirferð Veðurstofunnar er stærð skjálftans metin 5,4.

Skjálftinn fannst vel um allt Suðurland, bæði á Selfossi og Hvolsvelli og allt austur í Mýrdal. Í Reykjadal, ofan við Hveragerði, var nýlokið jazztónleikum og voru góðir víbrar í salnum þegar skjálftinn reið yfir.

Fyrri greinFrábær stemning á Flúðum
Næsta greinUSVS hlaut Fyrirmyndarbikarinn