Stór rúða brotin á Stofunni

Stór rúða var brotin í hárgreiðslustofunni Stofunni sem er til húsa að Eyravegi 2, Hótel Selfossi, á milli klukkan 19:15 og 19:30 síðastliðinn þriðjudag.

Fólk í húsinu varð vart við mikil högg og hávaða á þessu tímabili en þegar komið var að glugganum var enginn þar sjáanlegur.

Þeir sem hafa orðið vitini að atvikinu eru beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.