Stolt af því að geta lagt sitt af mörkum

Guðrún Elín Pálsdóttir, formaður Verkalýðsfélags Suðurlands og Tryggvi Ástþórsson, varaformaður, afhenda Sveini Þorsteinsyni, stjórnarmanni Rauða krossins á Íslandi, styrkinn. Ljósmynd/VlfS

Stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Suðurlands samþykkti samhljóða á fundi sínum á dögunum að veita hjálparstarfi Rauða Krossins einnar milljón króna fjárstyrk.

Fjármagnið verður nýtt í að mæta þolendum átakanna í Úkraínu en fyrirséð er að neyð almennra borgara muni aukast dag frá degi haldi átökin áfram. Í tilkynningu segist Verkalýðsfélag Suðurlands vera stolt af því að geta lagt sitt af mörkum og stutt við flóttafólk frá Úkraínu.

Fyrri greinGulur, rauður, grænn og blár
Næsta greinHey! of þungar rúllur!