Stolinn bíll frá Selfossi fannst á Dalvík

Sjö þjófnaðir voru kærðir til lögreglunnar á Selfossi í síðustu viku. Í nótt var brotist inn í ullarvinnslubúðina í Þingborg í Flóa og þaðan stolið skiptimynt.

Þá var Nissan Patrol jeppa stolið frá Selfossi en lögreglumenn á Dalvík fundu bifreiðina þar og gripu þjófinn sem viðurkenndi verknaðinn.

Aðfaranótt laugardags var brotist inn í Lyf og heilsu í Þorlákshöfn. Þjófurinn hafði á brott lyfseðla og eitthvað lítilræði af peningum.

Tilkynnt var um innbrot í tvo sumarbústaði annar staðsettur í Öndverðanesi og hinn við Þingvallavatn skammt frá Heiðabæ.

Fyrri greinLægri þrýstingur á heita vatninu
Næsta greinSumar á Selfossi öllum til gleði og ánægju