Stolinn bíll fannst á Reykjanesi

Á laugardag sáu lögreglumenn á Suðurnesjum til ferða bifreiðar var stolið í Hveragerði aðfaranótt laugardags.

Bifreiðin var stöðvuð við Voga á Vatnsleysuströnd og var ökumaðurinn handtekinn og færður til yfirheyrslu.

Maðurinn reyndist vera ölvaður en hann bar því við að hafa tekið að sér að ferja bifreiðina á milli staða fyrir vinkonu sína.

Bifreiðin reyndist óskemmd og var komið til eiganda.

Fyrri greinTók bensín og borgaði ekki
Næsta greinKjartan Óla: Heildargreiðslur 998.950 kr á mánuði