Stolið úr ólæstum bílum í Rangárþingi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Aðfaranótt sunnudags var farið inn í ólæsta bíla sem stóðu við veiðihús við Ytri-Rangá, vestan við Hellu.

Rótað var í bílunum og einhverjum fjármunum stolið.

Hafi einhver vitneskju um málið er viðkomandi hvattur til að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi. Jafnframt hvetur lögreglan fólk til að læsa bílum sínum, jafnt í dreifbýli sem þéttbýli.