Stolið í Reykjavík og ekið austur fyrir fjall

Bíl af gerðinni Toyota Hilux var stolið í Reykjavík í nótt og leikur grunur á því að hann hafi verið notaður í tengslum við nokkur innbrot á Suðurlandi í nótt og í morgun.

Lögreglan á Suðurlandi hefur grun um að bifreiðinni hafi verið ekið austur um umdæmið og að minnsta kosti austur fyrir Vík.

Myndinni af bílnum fylgir þessari frétt en þeir sem einhverjar hugmyndir hafa um ferð bifreiðarinnar eða vita hvar hún er niðurkomin nú þegar, er bent á að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi í síma 892 7592.

Fyrri greinLoftlínan milli Hellu og Hvolsvallar tekin niður
Næsta greinLandsvirkjun stækkar Búrfellsvirkjun um 100 MW