Stolið úr tjónuðum húsbíl

Lögreglan á Suðurlandi fékk tilkynningu í liðinni viku um þjófnað úr tjónabifreið sem hefur verið í geymslu á afgirtu svæði áhaldahússins á Höfn í Hornafirði.

Bifreiðin sem er húsbíll, rauður og hvítur af Fiat gerð, hafði verið þar í geymslu frá því um síðustu mánaðamót.

Þess sem er saknað er makrisa, slökkvitæki, útvarpstæki og gaskútur.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um þjófnaðinn eru beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 444 2050.

Fyrri greinKnattspyrnuskóli Coerver á Selfossi 15.-17. maí
Næsta greinStaður styrkir HSu