Stolið úr leikhúsinu Völundi

Hljóðmixer og ljósaborði hefur verið stolið úr Völundi, húsnæði Leikfélags Hveragerðis. Verðmæti tækjanna skiptir hundruðum þúsunda króna.

Þjófnaðurinn uppgötvaðist í gærkvöldi, en kann að hafa verið framinn fyrr, og óskar lögreglan í Árnessýslu eftir upplýsingum um mannaferðir við húsið undanfarna tvo sólarhringa.