Stolið úr bílum á Selfossi

Lögreglunni á Suðurlandi hafa borist tilkynningar um þjófnaði úr bifreiðum á Selfossi. Bifreiðarnar voru í öllum tilvikum ólæstar og stolið var úr þeim verðmætum og skilríkjum.

Lögreglan hvetur íbúa til að láta vita ef þeir hafa orðið varir við mannaferðir í Hóla- og Tjarnahverfi síðastliðna nótt. Einnig er fólk hvatt til að tilkynna ef það verður vart við grunsamlegar mannaferðir.

Íbúar á Selfoss eru hvattir til að hafa bifreiðar sínar læstar og skilja ekki eftir í þeim verðmæti.

Fyrri greinSunnlenska seinkar
Næsta greinTómas Hassing með fimm mörk í stórsigri Árborgar