Stolið úr bílum á Hvolsvelli

Farið var inn í tól bifreiðar á Hvolsvelli aðfaranótt laugardags og einhverjum verðmætum stolið. Engar skemmdir urðu á bifreiðunum þar sem þær voru allar ólæstar.

Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli virðist þjófurinn hafa gengið þokkalega um og fyrst og fremst verið í leit að peningum eða öðrum verðmætum.

Einhverju smáræði af peningum var stolið en málið er á rannsóknarstigi. Lögreglan á Hvolsvelli hvetur fólk til þess að skilja bifreiðar sínar ekki eftir ólæstar eftirlitslaust.