Stokkseyringar láta streituna líða úr sér á Alþingi

Nýi saunaklefinn á Stokkseyri.

Síðastliðinn laugardag var nýi saunaklefinn í Sundlaug Stokkseyrar formlega opnaður. Hann hefur fengið nafnið Alþingi, en þar er hægt að spjalla og láta streituna líða úr sér.

Klefinn er góð viðbót við þjónustu sundlaugarinnar en saunumenning Íslendinga hefur vaxið talsvert á undanförnum árum.

Bæjarráð Árborgar samþykkti kaupin á klefanum í september síðastliðnum og var gerður 4,5 milljón króna viðauki við fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins árið 2025 vegna kostnaðar við kaupin á honum.

Ljósmynd/Bragi Bjarnason
Fyrri greinÁ margt sameiginlegt með Hurðaskelli
Næsta greinGleðileg jól!