Stokkseyringar fá saunaklefa

Sundlaug Stokkseyrar. Ljósmynd/Árborg

Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum í byrjun september að kaupa saunaklefa við sundlaugina á Stokkseyri.

Gerður verður 4,5 milljón króna viðauki við fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins árið 2025 vegna kostnaðar við kaupin á klefanum.

Að sögn Magnúsar Gísla Sveinssonar, forstöðumanns sundlaugarinnar, er gert ráð fyrir að saunaklefinn komist í notkun fyrir desember en afhendingartími er í kringum átta vikur.

Fyrri greinNýtt lag frá Moskvít sem fjallar um sannleikann
Næsta greinÍvar Ylur íþróttamaður Rangárþings eystra 2025