Stofna vinnuhóp vegna Krakkaborgar

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að setja á laggirnar vinnuhóp til að skoða uppbyggingu og viðhald húsnæðisins leikskólans Krakkaborgar með það í huga að framtíðarstaðsetning leikskólans verði í Þingborg.

Samhliða Alþingiskosningunum fór fram skoðanakönnun meðal íbúa sveitarfélagsins um framtíðarstaðsetningu leikskólans. 60% kjósenda vildu að framtíðarstaðsetning verði í Þingborg en 37% í Flóaskóla.

Í vinnuhópnum munu eiga sæti leikskólastjóri og fulltrúi starfsmanna Krakkaborgar, fulltrúi fræðslunefndar, fulltrúi sveitarstjórnar og fulltrúi foreldraráðs.

Sveitarstjórn samþykkti jafnframt að óska eftir tilboðum í viðhaldsverkefni Krakkaborgar samkvæmt fyrirliggjandi yfirliti umsjónarmanns fasteigna.

Fyrri greinHannes fékk hæsta styrkinn
Næsta greinStröndin heillar ljósmyndara