Stofna styrktarreikning fyrir Gauta

Vinir og velunnarar Gauta Gunnarssonar, bónda á Læk í Flóahreppi, hafa opnað styrktarreikning fyrir hann og fjölskyldu hans.

Gauti greindist fyrr á þessu ári með krabbamein í höfði og tekst á við þennan alvarlega sjúkdóm af stakri jákvæðni og æðruleysi.

Þeir sem vilja leggja fjölskyldunni lið geta lagt inn á reikning 0152-05-070009, kt. 590592-2349 en reikningurinn er í eigu Kvenfélags Hraungerðishrepps sem er verndari söfnunarinnar.

Söfnunin stendur yfir til 15. júní en þá verður styrkurinn afhentur.

Margt smátt gerir eitt stórt. Sýnum samhug í verki.

Fyrri greinRæða samstarf um fjölgun hjúkrunarrýma
Næsta grein„Ánægður með góðan baráttu sigur“