Stofna öldungaráð í Árborg

Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum í gær að stofna öldungaráð í sveitarfélaginu. Öldungaráðið verður ráðgefandi nefnd sem gætir hagsmuna eldri borgara í sveitarfélaginu.

Eggert Valur Guðmundsson lagði tillöguna fram á bæjarstjórnarfundi í gær, fyrir hönd S-listans. Hún var samþykkt samhljóða en félagsmálanefnd sveitarfélagsins mun móta tillögur um hlutverk, tilgang og skipun ráðsins í samvinnu við félag eldri borgara.

„Með stofnun öldungaráðs verður til öflug ráðgefandi nefnd í sveitarfélaginu sem gætir hagsmuna eldri borgara. Meginmarkmið öldungaráðsins verði að eldri borgarar í sveitarfélaginu hafi formlegan og milliliðalausan aðgang að bæjarstjórn varðandi hagsmunamál sín,“ segir í greinargerð með tillögunni.

Fyrri greinÓli setti ellefu HSK met
Næsta greinStórsigur á liðinu í 4. sæti