Stofna ferðamálaráð

„Ferðaþjónustan vex mjög hratt og við búum á fjölsóttasta ferðamannasvæði landsins. Það er mikið af spennandi verkefnum og nýjum stöðum ásamt þeim rótgrónu og mikið af viðburðum allt árið um kring.“

Þetta segir Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu, um nýtt ferðamálaráðið sem stofna á í uppsveitum Árnessýslu. Ráðið hefur m.a. þann tilgang að vera henni til stuðnings í sínu starfi.

Með því að stofna ferðamálaráð uppsveitanna er verið að leitast við að efla tengingar og styrkja samstarf sveitarfélaga og ferðaþjónustuaðila enn frekar. Í ráðinu verður einn fulltrúi frá hverju hinna fjögurra sveitarfélaga í uppsveitunum.

„Enda hafa verkefni þess embættis vaxið sífellt og eru yfirgripsmikil,“ segir Ásborg ennfremur.

Fyrri greinHugrún sér um æskulýðsmálin
Næsta greinSASS kortleggur þörf á hjúkrunarrýmum