Stofna félag um skólahúsið

Sveitarfélagið Árborg mun stofna hlutafélag til að annast útleigu og rekstur húsnæðis Sandvíkurskóla á Selfossi.

Kennslu hefur verið hætt í húsinu eru uppi hugmyndir um að þar verði nokkurs konar fræðasetur.

Stofnað verður einkahlutafélag sem mun kaupa húsnæðið af sveitarfélaginu. Bókfært verð þess er tæpar 107 milljónir króna en fasteignasala verður falið að meta virði eignarinnar.

Félagið verður í B-hluta í samstæðureikningi Árborgar.

Fyrri greinBryggjuhátíðin hefst í dag
Næsta greinHátíðin hafin á Brávöllum