Stöðvaður eftir hraðakstur: Hafði aldrei keyrt áður í hálku

Lögreglan í Vík. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi kærði 63 ökumenn fyrir að aka of hratt í liðinni viku. Tveir þeirra voru á meira en 140 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst.

Einn var mældur á 119 km/klst hraða skammt frá Vík þann síðastliðinn laugardag. Fljúgandi hálka var á veginum og varla stætt. Ökumaðurinn kannaðist við brot sitt og greiddi sekt sína á vettvangi. Hann kvaðst aldrei hafa keyrt í hálku áður.

Fjórir ökumenn eru grunaðir um að hafa ekið bifreiðum sínum undir áhrifum áfengis í liðinni viku. Allir fóru þeir frjálsir ferða sinna að skýrslutöku lokinni.

Fyrri greinVinir Elvars halda styrktarpartý
Næsta greinÞrír staðnir að utanvegaakstri